sunnudagur, nóvember 18, 2007

Snobb

segja einhverjir um blogg gærdagsins, en til að bæta gráu ekki ofan á svart, þá vill Halur minnast tveggja skemmtilegra og hallærislegra með afbrigðum karaktera úr einni af James Bond myndunum; nefnilega Mr. Kidd og Mr. Wint, sem léku í "Diamonds are forever". Stuttar og hnitmiðaðar setningar og glæpsamleg athæfi framkvæmd af kunnáttu, en allt einfalt, nærri navískt. Sjálfsagt ekki eftirminnilegir öllum eins og Stálkjafturinn (ljósaperuatriðið er sígilt með honum), en í þeim bregður fyrir nokkuð sem aðrir vart leika eftir, nærri B-mynda klassík! Oft er hún best, nærri C-inu kannski.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home