mánudagur, júlí 30, 2007

Verðskyn

ritarans er og eða var nærri ekkert; því breytti um stundarsakir pöntun "skyndibita" í höfuðstað Norðurlands með stóru enni en ekki öðru. Nú er búið að koma verðskyninu á hreint. Pöntun frá "take away" stað innan bæjarmarka setti eiginlega staðalinn á annað plan, en allmargir innanbúðarstaðir hafa þó keppt um verðlaun áður. Reglurnar tvær. Fyrsta regla er að panta aldrei skyndibita. Regla tvö er að panta aðeins skyndibita ef ekkert finnst ætt í nágrenninu og allir eru tilbúnir að verða fyrir áfalli. Hvernig er síðan unnt að greiða (ef rétt er munað) 6000 kr. eða álíka fyrir herlegheitin, tvo rétti með hvítum, þurrum og ofsoðnum grjónum, gömlu brauði í álpappír og brauðstangir (sem voru reyndar ætar) er jú önnur saga. Verðskyn ritarans nær einnig stöku sinnum að vakna þegar pantað er gos eða gosdrykkur á búllu eða restauranti innanbæjar eða utan; sama gildir um flestan mat. Einnig þegar tilboð á hálfum lítra af gosdrykk á bensínstöð kostar 199 kr. (sem sagt á tilboði). Auðvitað eru þetta allt hlutir sem allir geta verið án, en segja ótal margt um hvað Íslendingar láta bjóða sér og þá Halur sömuleiðis ef því er að skipta. Best að þakka fyrir það að víða er mögulegt að kasta vatni ókeypis á Íslandi, sem sagt míga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home