Einkennilegt
finnst Hali að "Stökur, 21. desember árið 1844" eru sjálfsagt með því besta (kannski er minnið að glepja Hal), sem Jónas orti, dæmi:
Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn;
þegar allt er komið í kring,
kyssir torfa náinn.
Þrjár aðrar stökur fylgja þessari í bókinni, er Halur hefir stöku þessa sótt. Sótt og úrsótt, það að láta sér batna af sóttinni, úrsótt er nýyrði í tilefni dagsins, enda samdi Jónas mörg nýyrði á hinni skömmu ævi. Úrsótt eins og afturbati.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home