mánudagur, desember 26, 2005

Brúnar hænur

geta gert gæfumuninn. Það virðist talsverður munur vera á eggjum hæna er ganga lausar og verpa í "hreiður" og hinum vélhænunum, en það sýnist raunin eftir notkun undanfarið á slíkum eggjum til matargerðar og ekki er útlit þeirra einungis glæsilegra, heldur er skurnin allt annars konar. Halur mælir með vistvænum eggjum, en sennilega eru þau dýrari og ekki auðfengin að jafnaði. Annars er flóðið afstaðið og Halur sem les að jafnaði engar íslenskar skáldsögur eða bækur sem "eru inni í umræðunni", nema stöku vísnakver og gamlar bækur, er þessa stundina að hefja lestur á Flugdrekahlauparanum eftir Khaled Hosseini, en bók sú lofar góðu og kom sannarlega á óvart að fá slíka bók í hendur á tímum flóðsins. Síðan er nýr hamar kominn í Vinaminni, það var gjöf frá ágætum vini sem veit manna best hvað H. vanhagar um hverju sinni. Það er meira að segja búið að negla nagla með honum.

3 Comments:

At 8:51 f.h., Blogger ærir said...

Verpa brúnar hænur ekki páskaeggjum?

 
At 9:03 f.h., Blogger ærir said...

hænur hafa verið mér hugleiknar síðan ég las jólapistil þennan. Vil því deila með ykkur nokkrum gömlum orðskviðum eða málsháttum um hænur:

Á mér sér, kvað hænan, hún var reitt í kolli.

svo lifir hæna á skøfum sínum, sem ljón á bráð sinni.

Og dóttirin sá hænuna í móður sinni og móðirin gæsina í dóttur sinni.

Jæja, jæja, fullráðið er það, sagði hænan, hún flaug út á sjóinn.

Feitar hænur verpa fáum eggjum.

meira á: http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=225862&s=273649&l=h%E6na

 
At 7:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eins og allt gott sem Hali er nærri, þá kom frúin með egg þess í búið; það er sennilega best að spyrja hana hvort páskaeggin verði frá brúnum hænum í vor! Þetta eru sannarlega flúgjandi hænur.
Halur

 

Skrifa ummæli

<< Home