sunnudagur, nóvember 11, 2007

Vinsælar hetjur

tónlistarinnar og sérstaklega í rokk- og poppböndum eru oftast nær söngvarar (saungvarar) ellegar gítaristar. Svipað og er með fiðluna, sellóið og píanóið hinum megin. Halur vill gera sérstaka athugasemd við þennan þankagang; hetja Mugisonsbandsins að honum sjálfum undanskildum sem lagahöfundi og afar viðfelldum manni, var án nokkurs vafa trommarinn. Hann fór hamförum og hvenær sem er mátti búast við kraftaverki í hæstu eða lægstu hæðum tónlistarinnar. Trommu-uxi. Halur fékk hugdettu síðdegis og þá ekki af verra tagi; nefnilega þá að fara ganga með bindi (áhrif frá tónlistarmönnum). Honum var nú bent á það af húsfreyju eða réttara sagt í spurnarformi, hvort hann ætlaði að nota bindi við flíspeysuna, hinn nýja þjóðbúning. Úr yrði sennilega þjóðbúðingur. Málið er í athugun. Bindin í skápnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home