laugardagur, maí 27, 2006

Ókeypis dægrastytting

eða áhugamál eru af ýmsu tagi, en fæst eru kannski ókeypis þrátt fyrir allt. Það er vissulega ætíð unnt að eyða einhverjum skildingum í áhugamálin, en t.d. það að skoða fugla er í eðli sínu ókeypis, einnig að ganga úti við; sleppum því að ræða um skóna eða sjónauka og annað álíka sem má þá nota í annað en áhugamálið. Aftur er farinn að heyrast fuglasöngur nærri Vinaminni og Halur hefur litið eftir fuglum við sjávarsíðuna og í fjöruborðinu, við leirur og ósa. Þar er gott líf í vaðfuglum sem nokkrir heimsækja Ísland árlega; í sérstöku uppáhaldi er jaðrakaninn, en hann er einn fegurstur fugla er heimsækja landið, fegurri en stóriðjufuglarnir. Það þarf að hafa talsvert fyrir því að vera fugl á Íslandi þetta vorið. Jaðrakaninn sýndi Hali þann heiður að sýna sig í fjöruborðinu eða réttari sagt við leirur og fyrir það vill Halur þakka. Jafnvel spóinn var í heimsókn á Vinaminnishólnum í dag.

1 Comments:

At 12:02 e.h., Blogger ærir said...

jaðrakan býr í landi æris á suðurlandinu

 

Skrifa ummæli

<< Home