miðvikudagur, desember 21, 2005

Það er svo margt

gott við það að ganga úti, vera úti, ekki hvað síst að vetri til þótt hann sé misjafn allur hvað veður áhrærir. Vont veður er gott til útiveru jafnt hinu góða - ef gangandi, það hressir. Skýjafar og litbrigði himins einnig veisla á þessum dimma árstíma. Best er að ganga að morgni, öll verk vinnast best að morgni. Þannig að öllum er ráðlagt að vera úti og ganga reglulega, helst alla daga. Vélfáka skal skilja eftir heima við ef mögulegt er.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home