Síðasta
krotið á síðu þessa í bili (og kannski alveg, ekki hótun!) tengist starfsheitum fólks; hversu mikils virði þau eru hverjum og einum. Halur sá andlátsfregn um gamlan mann sem var titlaður bréfberi. Koma þá í hugann breytingar þær sem orðið hafa á þjóðfélaginu síðustu áratugina eða 100 árin skulum vér segja. Algengara verður að dæma og fjalla um fólk eftir eignum og fjárhagstengdu hátterni eða möguleikum, en eigi getu eða viðhorfi; Halur mun halda áfram að reyna að bæta sig með því að breyta rétt og hugsa öðruvísi þegar það á við. Verður það að teljast fullt starf fyrir hann eins og hjá bréfberanum forðum að koma bréfum og pósti, bæja, húsa, sveita á milli.
4 Comments:
Þú átt að minnsta kosti von á póstkorti á næstu vikum.
Kveðja,
AH
Bíð spenntur!
Ertu ekki að spá í nýja kerru?
Maður er alltaf með augun opin. Blæjubílar eru það sem heillar mest í augnablikinu en auðvitað gerir maður undantekningu fyrir rétta ofursportbílinn.
Kveðja,
AH
Skrifa ummæli
<< Home