miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Að telja rétt

virðist sumum erfitt, t.d. að telja upp að 10 eða 15 án vandamála reynist þrautin þyngri ef leggja má útaf því sem fyrir augu ber í líkamsræktinni. Þar eru einkaþjálfarar algengir og nafnspjöldin jafn mörg og hjá IBM í afgreiðslunni. Þjónustan fyrir venjulegan borgara í gamalli dragt er ekki alltaf mikil eða hvað þá áhugi þjálfara eða afgreiðslufólks almennt talað. Vill frekar kjafta við góðu vinina eða fá sér kaffi og svoleiðis, kíkja í tölvuna eða horfa á kærasta. Ég held að flestir geti sleppt einkaþjálfun þar sem þeirrra hlutverk er að prenta út æfingaáætlun sem er oftast stöðluð, og síðan þurfa þeir að telja upp að fimmtán fyrir peningana sem þeir fá fyrir að merkja inná blaðið sem þeir prentuðu út. Loks þarf að skrá kílógrömmin og þá þarf maður að kunna á heldur hærri tölur en 60 eða svo! Legg til að allir æfi sig í því að telja upp að fimmtán til að byrja með.

1 Comments:

At 3:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér varð hugsað til þín í gær þegar ég var í ræktinni minni. Ég þurfti hjálp þjálfaranna við eitt af tækjunum, ég vildi ekki koma heim með brotið bak, og maðurinn ætlaði aldrei að fara, hann stóð yfir mér lengi til þess að vera alveg viss um að ég gerði þetta nú rétt. Ég veit ekki hvort ég leit svona aumingjalega út eða hvort ég sé svona ellileg með gráu hárin en hjálplegur var hann, það má hann eiga! K

 

Skrifa ummæli

<< Home