föstudagur, apríl 07, 2006

Atvinnulausir

á Íslandi hafa löngum haft afar neikvæða ímynd í þjóðfélaginu. Verri jafnvel en geðsjúkir eða fatlaðir. Þótt þeir hafi ekki opinberlega verið kallaðir aumingjar þá lætur það nærri. Áhrif atvinnuleysis á einstaklinga og ættingja eru óteljandi. Nú á að bæta um betur með nýju frumvarpi þar sem m. a. má lesa úr skv. blöðum þetta: "Hinn atvinnulausi þurfi að vera tilbúinn að taka starfi hvar sem er á landinu, án nokkurra fyrirvara og hvort sem um fullt starf, hlutastarf eða vaktavinnu sé að ræða. Að öðrum kosti teljist viðkomandi ekki í virkri atvinnuleit. " Þetta væri nú kannski eðlilegt orðalag fyrir iðnaðarráðuneytið eða glæpafyrirtækið Landsvirkjun, ekki aðra. Ríkisvaldið er stærsta opinbera vandamál lýðveldisins; það sniðgengur lög og rétt og mannréttindi eru brotin daglega jafnt í orði sem á borði.

1 Comments:

At 8:27 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Mér finnst þetta alveg fáránlegt svo ekki sé meira sagt!

 

Skrifa ummæli

<< Home