sunnudagur, október 21, 2007

Gaman

er gesti að fá; svo var í gær. Ekkert merkilegt í matinn, annað er hefðbundin kreppa. Parmaskínka með olíu og balsamediki, parmesan, sítrónu og mozzarella kúlum frá Ítalíu; síðan humar (merkilegt að öllum finnst hann góður, einnig börnum!), klipptur með skærum frá Pottum og prikum (þýskt stál), klofinn með hnífi þaðan (aftur þýskt stál), hvítlaukur, olía og smá krydd, grillaður á hinni ágætu eilífu stálgrind (fæst einnig í P&P), smá pasta, drukkinn fínn Frakki með (fæst ekki í P&P), ágætur já, - og loks mesta kreppan; grillaður ferskur ananas (skorinn með skera úr P&P) með ís og sósu! Aðeins eitt eftir; espressó (kaffi "riserva oro" og kaffivélar fást í P&P, allir þyrftu nú að bragða á því einu sinni). Svona má gera einfalda veislu í rökkrinu.
Þessi pistill var ekki styrktur af Pottum og prikum (þ.e. versluninni P&P). Svona í ofanálag sá Halur snotra snót í dag sem falin hefir verið í nokkra mánuði.

2 Comments:

At 2:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

guð forði mér frá slíkri kreppu og veiti mér styrk (frá P&P). gott þú ert samur við þig og í formi.
ra

 
At 5:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svo sannarlega var "kreppan" góð. Stundin notaleg og félagskapurinn frábær. Takk fyrir mig.
Kv Kiddi

 

Skrifa ummæli

<< Home