föstudagur, desember 10, 2004

Skemmtileg orðtök

eru á hverju strái. Allir kannast við það að eitthvað skuli vera runnið undan rifjum einhvers og þarfnast ekki nánari skýringar. Í starfi mínu geta orðtök breytt um merkingu og stundum spyr maður sig um uppruna þeirra. Einu sinni lagðist maður inn á sjúkrahús sökum þess að hann hafði fallið á síðuna og hlaut rifbrot nokkur með tilheyrandi. Tekin var röntgenmynd sem m.a. sýndi brotin og einnig var tilkominn vökvi í brjóstholinu. Þá var sagt að "vökvinn væri runnin undan rifjum mannsins" í eiginlegri merkingu þar sem brotin gefa blæðingu sem lekur í brjóstholið þegar verst er. Þetta er því greinilega hin upprunalega skýring þessa orðtaks, þ. e. að blóðvökvinn rennur undan rifjum eftir áverka eða álíka. Á sama hátt gæti óréttlætið í heiminum verið runnið undan rifjum þeirra, sem eru rifbrotnir eða voru það hinir er misstu rif? Til er sjúkdómur sem kallast "12ta rifs heilkennið" og er hann þokukenndur í bókmenntunum eins og svo margt annað.



1 Comments:

At 8:35 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

12ta rifs heilkennið?? Þú verður nú að útskýra það nánar.

 

Skrifa ummæli

<< Home