fimmtudagur, desember 08, 2005

"Kamarfelagi"

er eitt hinna stórgóðu orða sem fram koma í enn betri bók sem mun hafa komið út í dag á Íslandi. Hér er átt við hina íslensk-færeysku orðabók sem gamall maður í höfuðstað norðurlands hefur unnið að árum saman. Maður sem mun hafa tengsl við Vinaminni frá fornu fari þó ekki séu þau til staðar í dag. Halur skrapp í bókabúð í kvöld og festist í bók þessari, bók sem sýnir ágætan hug til "einu vina Íslendinga", en hinir sömu eru þó fjarverandi á tónleikum synfóníunnar í kvöld. Bók þessi er sannarlega góður "herbergisfélagi" (kamarfelagi).

Á hinum sama degi er loks höggvið skarð í réttarfasismann á Íslandi, þar sem ekki aðeins siðblinda hefir verið ríkjandi í garð einstaklinga jafnt sem öryrkja (og er enn), heldur á stundum algjört réttaróöryggi. Á svona degi er smá keimur af lýðræði til staðar í landinu sem menn streymdu áður til sökum lög- og skógarhögga ytra.

1 Comments:

At 2:50 e.h., Blogger ærir said...

svo eru sumir kameratar, eda kamaratar......

 

Skrifa ummæli

<< Home