Varahlutir
óskast! Oft og einatt má lesa slíkt eða lesa mátti á árum áður. Sumar árgerðir standa sig betur en aðrar, sumar eldast fyrr og ryðga. Svipað er með manninn, homo erectus, "homo Öndólfsstaðaiensis" sem mun víst eiga nokkuð sem afmælisdag má með réttu nefna. Hann er þó með alla gömlu hlutina á sínum stað, þarfnast engra viðgerða eða breytinga sem aðrir sjá nema ef væri "einkaþjálfari" hans og boðflenna í tilefni dagsins. Þótt boddíið breytist aðeins (eða nærri ekkert milli ára), þá er innihaldið ósvikið. Til hamingju með daginn nágranni og vinur.