Ekki
alveg dauður, mætti segja síðasta dag ársins þar sem klisjurnar eru enn og aftur að ganga af manni dauðum. Maður ársins verður sá nefndur sem bætir og "glæðir" líf annarra. Og þá sitt eigið í flestum tilfellum. Þegar hlaupið er yfir árið á hlaupabretti líkamsræktarstöðvarinnar á Eyrinni, verður mismikil bjartsýni á vegi manns; þrátt fyrir margar mínútur af myndefni frá Pakistan eftir dauða stjórnmálakonu þar í landi, bregður manni í brún þar sem vart hefur mátt sjá nema kannski 2 eða 3 konur meðal hinna mörgu þúsunda sem birst hafa. Það minnir aftur á lítilsvirðingu kvenna og margra annarra meðal vor. Síðan furða margir sig á því að heimurinn skuli lítt batna. Halur horfir hins vegar bjartsýnisaugum til næsta árs, árs nýrra könnunarferða og verka margra af nýjum toga, sem leitt geta hann til enn betri tíma. Frelsi og virðing fyrir öllu sem bætir lífið verður haft að leiðarljósi á næsta ári og Halur þarf eins og oftast að minna sig á báða þættina. Ef ekkert er gert, þá gerist ekkert. Áfram með smjerið.