laugardagur, apríl 26, 2008

"Gulli betri"

-já, Gulli betri eða hugsanlega gulli betri. Hitti Gulla síðdegis í fermingarveislu, þeirri fyrstu sem Halur hefir í farið árum saman, já hann Gulli er ekkert blávatn. Einhverjir kannski farnir að þreytast á honum en hann er með hluta gömlu snilligáfunnar innan borðs, sem sagt ljóðmælin, frásagnargáfuna; það var þegar talað mál eða ritað var það sem miklu (mestu) skipti. Hann bað auðvitað að heilsa Guðjóni bróður, sem minnti hann á það er hann sjálfur mundi ekki eða gleymdi (og það gat verið margt). Það sagði Hali maður fyrir nokkru sögur af Gulla áður en hann veiktist; hann var ekki venjulegur maður. Ennfremur góðmennskan uppmáluð. "Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því sem miður fer" var eitt af því sem Halur mundi rétt af því sem hann fór með síðdegis; höfundur hinn gleymdi Heiðrekur frá Sandi; mann þann sá Halur á sínum tíma norðan heiða eins og nokkra aðra frá Sandi síðar. Gulli hefir að manni sýnist farið eftir einhverjum álíka linum í lífinu. Hann Gulli frá Hraukbæ er sko enginn venjulegur maður og orðinn 75 ára síðan í fyrra. Hann ætlaði að skrifa bóndanum í Bjarmalandi nokkrar línur.

föstudagur, apríl 04, 2008

Sumt er algengt

verður eða telst, verður á stundum "verðlaust" í eiginlegri merkingu og þá í hróplegri mótsögn við óskir eigenda. Einu sinni var fínt að eiga útlenska bjórdós, jafnvel kókdós. Á Íslandi hefir hönnunaræðið gefið Hali tilefni til slíkra vangaveltna; einnig kaup á bensín- eða díselfákum. Það að aka framhjá Arnarnesinu og sjá fúnkíshús með tveimur reinsróverum svörtum utan dyra (kannski þeir séu einnig í stofunni) er svipað og sturta niður úr salerninu og þá sama hvort harðlífi eða skita sé þar á ferð. Svipað og verra eru nýju íslensku "skurðstofueldhúsin", jú, Halur nefnir þau nafni því þar sem þau minna á skurðstofu að flestu leiti og í leiðinni dauð hönnun, dautt fyrirbæri. Þó ef væri ekki nema ein sveigja, þá litu sum hver skár út. Hvað þá rispa eða ójafna. Ekki batnar það þegar sömu "inn"-húsgögnin eru alls staðar nema hvað!? Sjálfsagt sígild sum hver á sinn hátt en þola ekki meir. Það er hins vegar til einskis að deila um smekk.