mánudagur, júlí 30, 2007

Haldið var

í skottúr suður yfir heiðar til að feira 10x5 ára afmæli bróður í Grafarvogi; allir skemmtu sér ágætlega sýndist Hali og meira að segja rigndi í borginni, veðrið var eins og það var einu sinni (venjulega). Það má kalla það annars konar skyndibita, þ.e. þegar eknir eru tæpir 800 km á 35 klst. tímabili, komið við í afmæli og biti settur á disk, það er annars konar skyndibiti sem og ekkert á skylt við hinn venjulega. Skyndilega fékk maður mat í gogginn, því skyndibiti. Síðan var skundað af stað, þó ekki alveg í skyndi.

Verðskyn

ritarans er og eða var nærri ekkert; því breytti um stundarsakir pöntun "skyndibita" í höfuðstað Norðurlands með stóru enni en ekki öðru. Nú er búið að koma verðskyninu á hreint. Pöntun frá "take away" stað innan bæjarmarka setti eiginlega staðalinn á annað plan, en allmargir innanbúðarstaðir hafa þó keppt um verðlaun áður. Reglurnar tvær. Fyrsta regla er að panta aldrei skyndibita. Regla tvö er að panta aðeins skyndibita ef ekkert finnst ætt í nágrenninu og allir eru tilbúnir að verða fyrir áfalli. Hvernig er síðan unnt að greiða (ef rétt er munað) 6000 kr. eða álíka fyrir herlegheitin, tvo rétti með hvítum, þurrum og ofsoðnum grjónum, gömlu brauði í álpappír og brauðstangir (sem voru reyndar ætar) er jú önnur saga. Verðskyn ritarans nær einnig stöku sinnum að vakna þegar pantað er gos eða gosdrykkur á búllu eða restauranti innanbæjar eða utan; sama gildir um flestan mat. Einnig þegar tilboð á hálfum lítra af gosdrykk á bensínstöð kostar 199 kr. (sem sagt á tilboði). Auðvitað eru þetta allt hlutir sem allir geta verið án, en segja ótal margt um hvað Íslendingar láta bjóða sér og þá Halur sömuleiðis ef því er að skipta. Best að þakka fyrir það að víða er mögulegt að kasta vatni ókeypis á Íslandi, sem sagt míga.

sunnudagur, júlí 08, 2007

Styttist

í margt núna; veigamest er þó veiðin. Einnig afmæli framundan hjá bræðrum. Allt er til reiðu til að taka á móti fjórum veiðimönnum að sunnan, sumir sterkari (og þyngri) en aðrir og hvíta svínið fer með á tuddanum ef allt fer sem horfir. Enginn er farinn af stað. Í kvöld var það svín í matinn og nokkrar pulsur fyrir drengi. Allt klárað, einfalt. Þetta verður vonandi þægilegur túr og nægur tími til að fúndera á bakkanum. Spurning hversu mörg flugubox fljóta með og súkkulaði sem náðist ekki að klára í Rússíá.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

возвращено

ot myxa рыболовство b Россия. Sannarlega gaman að koma heim úr slíkri ferð sem sennilega verður öllum þeim er þátt tóku með öllu ógleymanleg. Það er ekki nokkur ástæða til að nefna eitt framar öðru enda með leiðinlegasta móti að heyra þá er veiðar stunda segja frá. Það er unnt að dást af hinu stóra ríki austur á Kólaskaga, þar taka margir með sér sígarettustubbana í vindlaboxi en kasta ekki á jörðu. Skynsamir voru þeir að fá ráð sér vitrari manna með fyrirkomulag veiði, þ.e. veiða og sleppa, annað en landinn sem loks er búinn eða á leiðinni með að tæma flesta staði í ám þar sem fleiri en tveir fiskar koma saman. Síðan er Anna frænka með Sigurd í heimsókn og bíður uppá kost og annað alla daga þannig að þetta er hrein sæla sem engan enda tekur, endalaus gleði, ekki hvað síst eftir marga veiðidaga, vesturför og enn meiri veiði í vændum, veiðitúrar sem sagt. Og farinn að hugsa til næstu ferðar eitthvað útí bláinn. Loks þarf að hrista tuddann á vegum úti og gefa trukkakaffi.