Unglingar eru
sennilega einn besti mælikvarðinn á ríkjandi hugmyndir talsvert margra í landi hverju; því er það áhyggjuefni ef stór hluti þeirra er andsnúinn nýbúum eða innflytjendum. Velvild þjóðar og gæska í garð nýbúa er háð umburðarlyndi, þekkingu og upplýsingu svo e-ð verði nefnt í fljótheitum. Sjálfur þekki ég vel þá góðu tilfinningu að vera vel tekið í erlendu landi og jafnframt orðið vitni að hinu gagnstæða meðal annarra. Það er undarlegt að unglingar hérlendis skuli vera með slíkar skoðanir eins og fram hafa komið í blöðum á sama tíma og allt sem erlent eða útlent er virðist sannarlega vera í tísku. Hinir sömu Íslendingar vilja nýta sér allt erlent; tónlist, bækur, tímarit, netið, ferðast til útlanda........................á eigin forsendum.
Sjálfur reyni ég að viðhalda lýðræði meðal nærstaddra og allt sem ég segi heimavið eru leiðbeiningar eða ráðleggingar (nú verður almennur hlátur hjá netbúum, nema Andra syni mínum), engin lög; frjálshyggjuhugur ríkir segi ég, aðrir e.t.v. ekki. Umburðarlyndi í garð útlendinga hérlendis er afar mikilvægt og geðbætandi að hafa fleiri slíka sem auðvitað eru jafn misjafnir og við hin.
Útlendingar eru oft með skemmtilegar hugmyndir og framkvæma öðruvísi hluti sem betur fer. Einn vinur minn er útlendur. Sá hinn sami hefur nýverið keypt sér hanska eða grifflur sem gefa hita á kalda fingur eða hendur að vetri til, með rafhlöðu sem er innbyggð í hanskana. Það að slíkir hanskar skuli vera til á Íslandi er gott vitni um þá fjölbreytni sem nýbúar gefa okkur, auka eða bæta hina líðandi stund.
"I dunno............."