Vorvinnan
er hafin í Vinaminni en þar er átt við eilífa hringrás náttúrunnar í Vinaminnisgarði, garði sem gefur talsvert af gleði og "slökun", ókeypis já. Slökun er í tísku og hvers vegna þarf alltaf að vera að tala um slökun í hinu og þessu, gott að vera í garðinum og slaka á segir fólk; það er jafn gott að vera í garðinum alveg óháð því hvort um slökun sé að ræða eður ei. Þú ert þar sem þú ert hverju sinni og þú ert það sem þú ert hverju sinni. Fremur ætti að tala um vellíðan en slökun. Síðan væri gott að fara með vorkvæði HKL í hljóði eða upphátt; kannski er það slökun eða ekki slökun, bara slökun ef borgað er fyrir hana í peningum á námskeiði þar sem fólki er kennt að gera það sem allir kunna áður en ef til vill búnir að gleyma. Vonandi ná sem flestir að vera sem mest úti við í sumar enda er það ókeypis.