trommuleikari eða kennari enn, en það er eins við mátti búast. Það er þó alltaf tækifæri til að bæta um betur og það hefur iðulega gerst kraftaverk í þessum efnum sem öðrum. Eitt ánægjulegasta dæmið er Suður-Afríka; þaðan má sjá vörur hérlendis núorðið en aldrei áður, í þessu landi þar sem einn merkilegasti (og einn fárra) friðarsinni og frelsisgjafi síðustu aldar var loks leystur úr haldi. Þrautseigja og frækn þessa manns, Mandela er hann kallaður og nefndur, er með einstökum ólíkindum. Sumir rithöfundar hafa lýst afar vel og nærri of vel ástandinu þarna áður; einn þeirra er J.M. Coetzee, sem Halur hefir áður minnst á. Texti hans er svo nærgöngull við lesanda að nærri verður vart gengið án þess að "segja allt", en það gerir hann eigi, bendir á, segir frá, gefur hugsanir, sumt endar ekki eða endar illa, margt er ekki mögulegt, flest í 3ju persónu í síðustu bók er Halur las eftir hann í mörgum lotum, merkilegt að þessi maður hafi yfir höfuð komist á legg miðað við ástandið í æsku. Hali finnst það flokkast undir kraftaverk að þessi rithöfundur hafi komist úr bakgarði Suður-Afríku (er ekki blökkumaður eins og flestir sjálfsagt vita) , alla leið til Nóbels; það gefur Hali einnig von um að trommukennari birtist í bílskúrnum við tækifæri. Ennfremur má nefna, að það er merkilegt að á Íslandi megi heyra reggí spilað með flottu tempói og alvöru, eina sem vantar er "betri söngur", spilið ágætt og þétt.